FRÁ STOFNENDA:

Hæhæ,

Ég heiti Ásta og ég vil bjóða þig hjartanlega velkomin á vefsíðuna. Frumrit er nýtt fyrirtæki sem ég stofnaði árið 2022 og það er búið að vera eitt stórt og skemmtilegt ævintýri. Frumrit er eingöngu netverslun sem býður upp á snyrtileg dagatöl og falleg plaköt.

Ég byrjaði að hanna dagatöl vegna þess að ég vildi vera skipulagðari og skilvirkari í mínu lífi og dagatölin sem ég hafði notað áður voru ekki að skila þeim niðurstöðum. Ég hannaði því snyrtileg og nytsamleg dagatöl og skipulagsbækur til að auka skilvirkni og bæta tímastjórnun. Hins vegar byrjaði ég að hanna plaköt sem gjafir fyrir fjölskylduna mína. Ég hannaði m.a. Fjölskyldu Plakatið í formi sem endurspeglaði mína fjölskyldu, þetta plakat hefur slegið í gegn og eru fullkomin gjöf fyrir þá sem eiga allt og vanta ekkert. Fjölskyldu Plakat er í sölu hjá okkur og er hannað þannig að flestir geta endurspeglað sína fjölskyldu. 

Það er mikið fram undan hjá okkur enda erum við bara rétt að byrja og erum að vinna í því að bæta síðuna og hanna plaköt, dagatöl og fleira… 

Hægt er að fylgjast með okkur með því að skrá sig á póstlistann eða fylgja @frumrit á Facebook eða Instagram.