Frumrit er eingöngu netverslun og því ekki hægt að nálgast vörur nema í gegnum sendingarmáta. Heimilisfang fyrirtækisins er Vogatunga 109. Hægt er að hafa samband með netfanginu frumrit@frumrit.is eða milli kl. 12-17 á þriðjudögum og fimmtudögum í síma 623-4000.
Frumrit áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir.
Allar pantanir eru afgreiddar næstu 3-6 virka daga eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Af öllum pöntunum dreift af Dropp gilda afhendingar-, ábyrgðar og þjónustuskilmálar Dropps um afhendingu vörunnar. Frumrit ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að hún er send frá Frumrit til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Frí heimsending er á pöntunum 10.000 kr. og yfir
nema annað komi fram í lýsingu á vöru.
Skilatími vöru er 14 dagar og byrjar fresturinn að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Vara endurgreiðist með inneignarnótu og er einungis hægt að skila ónotaðri, í upprunalegum umbúðum og í söluhæfu ástandi gegn framvísun kvittana. Ekki er hægt að skila eða skipta sérpöntuðum vörum eða útsöluvörum. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Við skil á vöru er miðað við verðið sem varan var keypt á, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ekki er hægt að fá flutnings- og póstburðargjöld endurgreidd. Kaupandi greiðir sjálfur flutningskostnað fyrir vöru sem er skilað eða skipt. Vinsamlegast hafið samband við Frumrit með tölvupósti á frumrit@frumrit.is
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Privacy policy, all personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.
Til þess að tryggja notendum góða upplifun notar þessi vefur vafrakökur. Vafrakaka (e. Cookie) er lítil textaskrá sem vafrinn vistar í tölvuna þína eða snjalltæki þegar þú heimsækir þennan vef. Vafrakökur eru ætlaðar til að hjálpa síðunni muna stillingar þínar og með því að samþykkja notkun á vafrakökum heimilar þú vefnum m.a. að safna saman tölfræðilegum upplýsingum sem notaðar eru til gefa innsýn til að bæta vefsvæðið og þjónustuna, að bera kennsl á notendur sem hafa komið áður og sníða þá leit, þjónustu, ofl. í samræmi við fyrri notkun og stillingar, að birta auglýsingar og að safna upplýsingum um fjölda notenda og umferð um vefinn. Vafraköku eru ekki notaðar til að auðkenna þig persónulega og þú getur hafnað notkun á vafrakökum með því að velja viðeigandi stillingar í vafranum þínum, en vinsamlegast hafðu í huga að ef þú gerir þetta gætirðu ekki notað alla virkni þessarar síðu. Freakari upplýsingar er hægt að finna á aboutcookies.org
Frumrit.is notar Google Analytics til vefmælingu. Google Analytics notar vafrakökur til að hjálpa greina hvernig notendur nota síðuna. Með því getur Frumrit aðlagað vefsvæðin betur að þörfum notenda, greint notkun vefsvæða betur og útbúið markaðsefni og auglýsingar sem eru sérsniðnar að ákveðnum markhópum t.d. með því að skoða: Fjölda gesta, fjölda heimsókna frá gestum, dags- og tímasetningu heimsóknar. Hvaða leitarorð úr leitarvélum vísa á vefsvæðin. Google mun einnig nota þessar upplýsingar í þeim tilgangi að meta notkun þína á síðunni, taka saman skýrslur um virkni síðunnar fyrir rekstraraðila síðunnar og veita aðra þjónustu sem tengist virkni síðunnar og netnotkun. Google mun ekki tengja IP tölu þína við önnur gögn í vörslu Google. Með því að nota þessa síðu samþykkir þú vinnslu gagna um þig af Google á þann hátt og í þeim tilgangi sem lýst er hér að ofan.
Mögulegt er að við söfnum persónugreinanlegum upplýsingum um þig í tengslum við þig t.d. vegna afgreiðslu á pöntun eða skráningu á póstlista. Þessar upplýsingar gætu t.d. verið nafn, heimilisfang, kennitala, netfang og símanúmer. Einnig er mögulegt að við söfnum fjármálatengdum upplýsingum sem eru eingöngu nýttar til að innheimta greiðslu fyrir þá vöru sem þú kaupir. Allar persónuupplýsingar sem þú gefur okkur eða sem kunna að verða til við notkun á kökum verða meðhöndlaðar og unnið með í samræmi við lög 90/2018 um persónvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglugerð ESB nr. 2016/679.
Við leggjum okkur fram um að vernda persónulegar upplýsingar með því að nota viðeigandi öryggisstaðla eftir eðli upplýsinganna, hvort sem þær upplýsingar eru fengnar og/eða geymdar fyrir milligöngu netsins eða ekki. Við gerum allt sem skynsamlegt og viðeigandi getur talist til að koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar glatist, verði stolið, opinberaðar, afritaðar, notaðar, breytt eða eytt. Vefurinn notast við SSL-skilríki sem gera kleift að upplýsingar sem send eru í gegnum vefinn, eins og t.d. lykilorð eru dulkóðuð og gögn sem flutt eru á milli skila sér á réttan stað á öruggan máta.
Hafðu samband við frumrit@frumrit.is ef þú villt frekari upplýsingar eða viljir láta eyða gögnunum um þig